Haustblær

Þetta eru skrítnir dagar. Kreppan dynur á fólki og maður veit varla í hvorn fótinn maður á að stíga, fara í Bónus og byrgja sig upp upp af þurrvöru, taka slátur og frysta mjólk eða bara  slaka á og hugsa þetta reddast. Þetta hefur nú reddast hingað til og ég ætla að halda áfram að hugsa þannig aðeins lengur.

Ofan á allt saman þá dó þvottavélin okkar, hún áttaði sig greinilega ekki á því að við erum í kreppu. Okkur tókst að ná í sýningareintak af þvottavél í búðinni, lá nærri við slagsmálum því við vorum greinilega ekki þau einu sem misstum þvottavél í kreppunni.

 Lífið heldur áfram og það er bara að horfa á björtu hliðarnar og spila bingó. Verðlaunin þurfa ekki að að vera svo merkileg.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Lauja

Ef ég færi að hamstra eitthvað - þá væri það sennilega kaffi  - ekki nenni ég að fylla íbúðina af þurr- eða dósamat !  .....nebb - þetta reddast.

Þvottavélin - ekki skemmtilegasti tíminn til að endurnýja þannig hluti akkúrat núna.....

Lauja, 17.10.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband