Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Smá saga eftir Hinrik Aron

Höfundur Hinrik Aron Hilmarsson
Sagan af stráknum og bangsanum hans 

20.mai 2008

Einu sinni var strákur sem átti bangsa bangsinn var lifandi en strákurin vissi ekkert af því. Einn góðan veður dag sat strákurinn heima hjá sér og sagði - ég vildi að ég ætti alla bangsa í heimi. en þetta heyrði bangsinn þá sagði bangsinn-ég ætla að eiðileggja alla bangsa í heimi en þá kom strákurinn inn hann sagði- ég heirði þetta ég ætla að rífa þig eftir 10 mín. og 1 sek. Síðan lokaði hann dyrunum bangsinn vildi ekki láta rífa sig svo hann fór ofaní klósettiðog sturtaði hann sér oní. 

Endir.


Flug um flug frá flugi til flugs

Þá er ég líka komin í bloggið. Hef verið með alvarlega blogfóbíu sem ég er að komast yfir enda er þetta ágætis leið til að halda sambandi við vini og ættingja.

Annars er ég búin að vera á kafi í vinnu vegna flugvikunnar og flugdagsins sem er á laugardaginn. Mjög gaman en þvílík kleppsvinna. Hilmar var í Cannes útaf vinnunni og kom tilbaka á þriðjudag. Hann var varla kominn inn heima þegar honum og strákunum var ýtt út úr dyrunum og stormað á opið hús hjá Landhelgisgæslunni. Strákunum fannst þetta æði, þar voru sýndar þyrlur Gæslunnar, flugvélin þeirra og ýmis konar búnaður. Þ.a.m. björgunarbúnaður fyrir franska flugmenn, hann innihélt rauðvín og baguette :-) Ekki amalegt það. Svo var sýnd björgun og þyrlan flaug yfir svæðinu í lokinn.

 Í gær var svo opið hús hjá Flugstoðum, það var líka gaman. Ýmis konar spennandi tæki og farartæki sem fylgja flugvellinum. Þar var líka í boði sleikjó. Ég held að Hinrik hafi borðað fjóra! Í morgun málþing og á morgun verður síðan vígsla á Sandskeiði. Hápunkturinn er svo auðvitað flugdagurinn á laugardag. Hinrik treystir á að fá líka sleikjó þar :-)

Á morgun er skipulagsdagur á leikskólanum þannig að Hákon fær að vera með mér í vinnunni, bara stemmning það.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband