Flug um flug frá flugi til flugs
22.5.2008 | 22:50
Þá er ég líka komin í bloggið. Hef verið með alvarlega blogfóbíu sem ég er að komast yfir enda er þetta ágætis leið til að halda sambandi við vini og ættingja.
Annars er ég búin að vera á kafi í vinnu vegna flugvikunnar og flugdagsins sem er á laugardaginn. Mjög gaman en þvílík kleppsvinna. Hilmar var í Cannes útaf vinnunni og kom tilbaka á þriðjudag. Hann var varla kominn inn heima þegar honum og strákunum var ýtt út úr dyrunum og stormað á opið hús hjá Landhelgisgæslunni. Strákunum fannst þetta æði, þar voru sýndar þyrlur Gæslunnar, flugvélin þeirra og ýmis konar búnaður. Þ.a.m. björgunarbúnaður fyrir franska flugmenn, hann innihélt rauðvín og baguette :-) Ekki amalegt það. Svo var sýnd björgun og þyrlan flaug yfir svæðinu í lokinn.
Í gær var svo opið hús hjá Flugstoðum, það var líka gaman. Ýmis konar spennandi tæki og farartæki sem fylgja flugvellinum. Þar var líka í boði sleikjó. Ég held að Hinrik hafi borðað fjóra! Í morgun málþing og á morgun verður síðan vígsla á Sandskeiði. Hápunkturinn er svo auðvitað flugdagurinn á laugardag. Hinrik treystir á að fá líka sleikjó þar :-)
Á morgun er skipulagsdagur á leikskólanum þannig að Hákon fær að vera með mér í vinnunni, bara stemmning það.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:18 | Facebook
Athugasemdir
Það er alltaf að gaman að fylgjast með vinum, systrum og mágum sínum blogga. Velkomin í hópinn
Lauja, 23.5.2008 kl. 09:33
Vertu velkomin á hrafnaþingið Hrafnhildur. Nú eruð þið orðnar þrjár bloggsysturnar, spurning hvað sú fjórða gerir.
Emil Hannes Valgeirsson, 23.5.2008 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.