Handboltaspenna í hámarki

Ég vaknaði í gærmorgun til að horfa á leikinn, það þarf ansi mikið til að ná mér fram úr rúminu þessa dagana en þetta var svo sannarlega þess virði.

Spennan gerist varla meiri og frábært að sjá hvað íslenska liðið , "strákarnir okkar" eru flottir og láta ekki deigann síga. Viðtalið við Ólaf eftir leikinn var eftirminnilegt, hann sagði huga liðsins hafa allt að segja í keppni sem þessari. Liðið sé eins og á leið upp fjall og það sé bara tvennt í boði, annaðhvort að sigra og komast ofar í fjallið eða BLÍBB - allt búið. Ég trúi að þeir fari enn ofar í fjallið og fari á toppinn. ÁFRAM ÍSLAND!

Hinrik vaknaði í morgun með andfælum, hann var að sofa yfir sig og var búinn að missa af leiknum. Þvílíkur léttir þegar hann áttaði sig á að leikurinn er á morgun og hann þarf ekki að vakna eldsnemma :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband